HEIMASÍÐA BAHÁ'ÍA
Í REYKJANESBÆ
              „Jörðin er aðeins eitt land og mannkynið íbúar þess.“ Bahá'u'lláh
 
 
 
 

 
 
ANDLEGAR KENNINGAR

Andlegur kjarni allra helstu trúarbrögð mannkyns er ást, eining og bræðralag manna. Þessi gullna regla birtist í ritum þeirra allra:

Bahá’í trú

Ætla engri sálu það, sem þú vildir ekki að þér væri ætlað, og seg ekki það, sem þú framkvæmir ekki.

Sæll er sá sem tekur bróður sinn fram yfir sjálfan sig.

Og ef augu þín beinast að réttlæti, óska náunga þínum þess sem þú óskar sjálfum þér.

Búddhatrú

Særðu ekki aðra með því sem valda myndi þér sjálfum sársauka. (Udana-Varga 5:18)

Kristindómur

Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. (Matt. 7:12)

Hindúatrú

„Ekki ætti að haga sér gagnvart öðrum með þeim hætti sem væri manni sjálfum ekki að skapi“ (Mencius VII. A.4 )

„Þetta er kjarni Dharma [skyldunnar]: gerið ekki öðrum það sem myndi valda yður hryggð væri það gert yður.“ (Mahabharata 5:1517)

Islam

Enginn yðar trúir [í sannleika] fyrr en þér óskið bróður yðar þess sem þér óskið sjálfum yður. (Nr. 13 Imam "Al-Nawawi's Forty Hadiths.")

Gyðingdómur

„Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ (Þriðja Mósebók 19:18)

Það sem þér er viðurstyggð skalt þú eigi gera náunga þínum. Þetta er lögmálið. Allt annað eru útskýringar. (Talmud, Shabbat 31a)

Saraþústratrú

Mannseðlið er aðeins gott þegar það aftrar sér að gera öðrum það sem ekki er gott fyrir það sjálft. (Dadistan-i-dinik 94:5 )

„Ger ekki öðrum það sem þér sjálfum mislíkar.
(Shayast-na-Shayast 13:29)

  

 

Bahá'i trúin: 1/3 - 2/3 - 3/3 - 4/5 - 5/5

Í einni af skyldubænum bahá’ía segir: „Ég ber því vitni, ó Guð minn, að þú hefur skapað mig til að þekkja þig og tilbiðja þig.“ Að sinna efnislegum þörfum er ekki megintilgangur lífsins, enn síður að safna auði og ríkidæmi. Stefna ætti að hærri markmiðum. Bahá’í trúin leggur áherslu á bænahald og íhugun í daglegu lífsmynstri bahá’ía en auk þess er lögð áhersla á að innra ástand mannsins endurspegli góðar gerðir hans og þjónustu við mannkynið.

Trú- og hugsanafrelsi eru mannréttindi sem ásamt þeirri frumskyldu að leita sannleikans upp á eigin spýtur veita okkur frelsi og hæfni til að þroskast andlega og leggja hönd á plóg við að byggja upp nýja „síframsækna“ siðmenningu. Til að þetta geti orðið að veruleika þarf að vaxa upp ný kynslóð sem takmarkar ekki tilgang lífsins við sínar eigin þarfir.


 

 

dagskra
         
Bahá'í miðstöðin, Túngötu 11, 230 Reykjanesbær
gsm: 772 4878 -bahaitru@bahaitru.net