HEIMASÍÐA BAHÁ'ÍA
Í REYKJANESBÆ
              „Jörðin er aðeins eitt land og mannkynið íbúar þess.“ Bahá'u'lláh
 
 
 
 

 
BAHÁ'Í TRÚIN

Bahá’í trúin kennir að Guð sé einn og að öll trúarbrögð séu komin frá honum. Hann hefur frá ómunatíð sent mannkyninu boðbera sína sem flutt hafa trúarlega og siðferðilega leiðsögn í samræmi við þarfir og kringumstæður þeirra þjóða sem þeir voru sendir til. Guð mun halda áfram að senda boðbera sína og opinberendur svo lengi sem mannkynið lifir á jörðinni.

Að vera bahá‘í þýðir að elska allan heiminn, þjóna mannkyni og starfa í þágu friðar og réttlætis. Bahá‘í trúin kennir að eining mannkyns og trúarbragða þess sé ekki aðeins möguleg heldur óhjákvæmileg. Bahá’u’lláh, opinberandi bahá‘í trúarinnar, segir að mannkynið sé að verða fullveðja og sérhver maður hafi fengið það verkefni að bera kennsl á þá andlegu leiðsögn sem gerir einingu mannkyns mögulega.

Hlutverk trúarbragðanna er að finna lausnir á vandamálum hverrar aldar og stuðla að síframsækinni siðmenningu. Meðal kenninga bahá‘í trúarinnar eru jafnrétti karla og kvenna, uppræting hvers kyns fordóma, samræmi vísinda og trúar, allsherjarskyldumenntun, alþjóðlegt hjálpartungumál, verndun náttúrunnar og efling einingar og bræðralags með jákvæðu og uppbyggjandi samráði. Þessar kenningar voru settar fram af Bahá'u'lláh fyrir meira en 150 árum.

Bahá‘í trúin hefur á þessum tíma breiðst um allan heim og  engin önnur trú er landfræðilega útbreiddari að kristindómi undanskilinni. Yfir 6 milljónir manna frá 2100 þjóðum og þjóðernisminnihlutum tilheyra bahá’í samfélaginu. Bahá’í trúin er einstæð fyrirmynd hvað varðar samlyndi og einingu ólíkra menningarheima og uppfyllir sýn Bahá‘u‘lláh um jörðina sem aðeins eitt land og mannkynið sem íbúa þess.
 


Bahá'i trúin: 1/3 - 2/3 - 3/3 - 4/5 - 5/5

Bahá‘í trúin er upprunnin  í Persíu (Íran) 19. aldar. Höfundur hennar, Bahá‘u‘lláh, lýsti því yfir að hann væri opinberandi Guðs fyrir okkar tíma. Starf hans og boðskapur væri beint framhald af starfi og boðskap fyrri opinberenda Guðs, þar á meðal Krishna, Saraþústra, Búddha, Móse, Jesú og Múhammeðs. Þessir opinberendur sögðu fyrir um framtíðarríki friðar, réttlætis og einingar á jörðinni.  Bahá‘u‘lláh kennir að þessi tími fari nú í hönd og þjóðir jarðar muni sameinast í friði og einni sameiginlegri trú í skjóli heimsskipulags hans.

Bahá’íar eru í dag um sex milljónir talsins og búa í meira en 200 löndum. Þótt bahá’í trúin sé sprottin úr islömskum jarðvegi er hún ekki hluti af islam heldur ný trúarbrögð, líkt og kristni er ekki hluti af gyðingdómi þótt hún sé upprunnin meðal Gyðinga. Bahá‘í trúin á sín eigin helgirit, tilbeiðsluhús, stjórnskipulag og tímatal. Rit Bahá‘u‘lláh hafa verið þýdd á yfir 800 tungumál.

Bahá‘í samfélaginu má lýsa sem smækkaðri mynd af heiminum. Fjöldi fólks frá meira en 2100 kynþáttum, ættbálkum og þjóðerni tilheyrir einu sameinuðu samfélagi sem teygir anga sína til nær allra landa heims. Þótt bahá’í trúin sé yngstu trúarbrögð heims er hún á ýmsan hátt frábrugðin öðrum trúarbrögðum. Henn hefur tekist að viðhalda órofa einingu sinni án þess að klofna í sértrúarsöfnuði. Í henni er engir prestar, safnaðarleiðtogar eða einstakir forystumenn  heldur er hún skipulögð sem alþjóðlegt samfélag sem byggir á níu manna ráðum sem eru kosin í lýðræðislegum kosningum til að hafa umsjón með málefnum bahá’í samfélaganna í þjóðlöndum, bæjar- og sveitarfélögum. Æðsta stofnun trúarinnar er Allsherjarhús réttvísinnar sem hefur aðsetur í Haifa í Ísrael.


 

 

dagskra

         
Bahá'í miðstöðin, Túngötu 11, 230 Reykjanesbær
gsm: 772 4878 - bahaitru@bahaitru.net