Andlegur kjarni allra helstu trúarbrögð mannkyns er ást, eining og bræðralag manna. Þessi gullna regla birtist í ritum þeirra allra:
Ætla engri sálu það, sem þú vildir ekki að þér væri ætlað, og seg ekki það, sem þú framkvæmir ekki.
Sæll er sá sem tekur bróður sinn fram yfir sjálfan sig.
Og ef augu þín beinast að réttlæti, óska náunga þínum þess sem þú óskar sjálfum þér.
Særðu ekki aðra með því sem valda myndi þér sjálfum sársauka. (Udana-Varga 5:18)
Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. (Matt. 7:12)
„Ekki ætti að haga sér gagnvart öðrum með þeim hætti sem væri manni sjálfum ekki að skapi“ (Mencius VII. A.4 )
„Þetta er kjarni Dharma [skyldunnar]: gerið ekki öðrum það sem myndi valda yður hryggð væri það gert yður.“ (Mahabharata 5:1517)
Enginn yðar trúir [í sannleika] fyrr en þér óskið bróður yðar þess sem þér óskið sjálfum yður.
(Nr. 13 Imam "Al-Nawawi's Forty Hadiths.")
„Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ (Þriðja Mósebók 19:18)
Það sem þér er viðurstyggð skalt þú eigi gera náunga þínum. Þetta er lögmálið. Allt annað eru útskýringar. (Talmud, Shabbat 31a)
Mannseðlið er aðeins gott þegar það aftrar sér að gera öðrum það sem ekki er gott fyrir það sjálft. (Dadistan-i-dinik 94:5 )
„Ger ekki öðrum það sem þér sjálfum mislíkar.
(Shayast-na-Shayast 13:29) |