Frá Adríanópel og síðar frá Akka sendi Bahá’u’lláh bréf og pistla til allra helstu konunga, keisara og heimsleiðtoga samtímans. Þessir pistlar eru með merkilegustu skjölum í trúarsögu mannkyns. Í þeim lýsir Bahá’u’lláh því yfir að hann sé nýr opinberandi Guðs og boðar einingu mannkyns og nýja siðmenningu í kjölfar þeirrar einingar. Bahá’u’lláh hvatti leiðtoga heimsins á 19. öld til að jafna ágreining sinn, afvopnast og helga sig allsherjarfriði á jörð. Hann sagði að þjóðum heims væri ætlaður ákveðinn tími til koma þessum málum í framkvæmd og snúa sér til Guðs. Ef þær gerðu það ekki myndu ógvænlegar hörmungar steðja að þeim úr öllum áttum uns þær að lokum neyddust til að taka höndum saman til að tryggja frið og öryggi allra jarðarbúa. Bahá’u’lláh sagði fyrir um báðar heimsstyrjaldirnar og þróun eyðingarvopna sem gætu valdið banvænni mengun og sköpuðu hættu fyrir allt líf á jörðinni.
Bahá’u’lláh lést árið 1892 í Bahjí, skammt norður af Akka og þar er grafhýsi hans sem nú er miðpunktur pílagrímsferða bahá’ía hvaðanæfa að úr heiminum. Boðskapur hans hefur borist um allan heim og heimssamfélag bahá’ia lítur á sig sem eina heimsskipan sem hlítir lögum og meginreglum trúarinnar.
Orð og kenningar Bahá’u’lláh sem birt voru mönnum fyrir meira en 150 árum eru núna meðal mikilvægustu þátta í siðmenntuðu lífi um allan heim, m.a. þær sem lúta að jafnrétti kynjanna, skyldumenntun o.s.frv. Grundvallarstofnanir trúarinnar hafa verið settar á fót og sérstakur sáttmáli milli Bahá’u’lláh og fylgjenda hans tryggir einingu og flekkleysi bahá’í stjórnkerfisins kerfisins auk þess sem sáttmálinn varðveitir heimssamfélagið frá þeirri óeiningu og þeim sundrungaröflum sem sett hafa mark sitt á fyrri trúarbrögð.
Helgirit fyrri tíma voru rituð af ýmsum aðilum eftir daga opinberenda þeirra. Ekki er vitað til þess að höfundar hinna stóru trúarbragða hafi skrifað neitt sjálfir. Bahá‘u‘´lláh ritaði hinsvegar fjölda pistla, bréf og bóka með eigin hendi og á þau er litið sem guðlega opinberun - orð Guðs. Í Adríanópel og síðar í Akka í Palestínu skrifaði Bahá‘u‘lláh bréf til allra helstu leiðtoga heimsins, Napóleons III. Frakkakonungs, Viktoríu Bretadrottningar, Vilhjálms I. Þýskalandskeisara, Alexanders II. Rússlandskeisara, Frans Jósefs keisara Austurríkis, Píus páfa IX., Abdu‘l-Aziz Tyrkjasoldáns og Nasiri‘d-Din Shah keisara Persíu.
Bahá‘u‘lláh hvatti leiðtogana að nota vald sitt til að koma á réttlátri stjórn og stuðla að alþjóðlegum friði. Hann kunngerði þar hlutverk sitt sem boðberi nýrrar trúar, einingu mannkynsins og allsherjarsiðmenningu. Bahá‘u‘lláh hvatti leiðtoga 19. aldar til að leysa deilur sínar og afvopnast. Bréf Bahá‘u‘lláh til leiðtoga heimsins eru til í enskum þýðingum og veigamiklir hlutar þeirra einnig í íslenskum þýðingum. Rit Bahá‘u‘lláh eru mikil að vöxtum og leggja grundvöll að nýrri heimssiðmenningu sem byggist á friði, réttlæti og ást. |